Mikil svifryksmengun á Akureyri

Götuþvottur. Mynd/Akureyri.is
Götuþvottur. Mynd/Akureyri.is

Unnið er að því að draga úr svifryksmengun sem mælist nú of mikil á Akureyri. Lögð er áhersla á að sópa og rykbinda stærstu umferðargöturnar er fram kemur á vef Akureyrarbæjar. 

Aðstæður eru með þeim hætti í dag að svifryksmengun gerir vart við sig. Há gildi hafa mælst síðustu klukkutímana á Akureyri. Unnið hefur verið að því í gær og í dag að stemma stigu við menguninni með götusópun og rykbindingu og er vonast til að þær mótvægisaðgerðir beri árangur áður en langt um líður.

Þangað til eru þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum  varaðir við að stunda mikla útivist í nágrenni við stórar umferðargötur.

 


Athugasemdir

Nýjast