Mikil óánægja með drátt á framkvæmdum við flokkunarstöð
Þetta kemur fram í bókun frá fundi nefndarinnar í vikunni. Áherlsa er lögð á að þau tímamörk sem GN hefur gefið upp varðandi framkvæmdir standist. Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur gerði á fundi umhverfisnefndar, grein fyrir stöðu mála um magn og kostnað vegna úrgangs vegna heimilissorps á fyrstu 8 mánuðum ársins. Á árinu 2010 voru að meðaltali urðuð um 224 tonn af heimilisúrgangi á mánuði hverjum á Glerárdal. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs hefur verulega dregið úr þessu magni og er meðaltalið nú einungis um 120 tonn, sem urðað er á Sölvabakka.
Í júnímánuði árin 2010 og 2011, en þá var heildarmagn heimilisúrgangs svipað eða um 243 tonn. Heimilisúrgangur sem fluttur var til urðunar að Sölvabakka var rúmlega helmingi minni árið 2011, eða um 113 tonn. Þróunin á magni heimilisúrgangs síðustu 5 mánuði, frá apríl til og með ágúst, hefur orðið þannig að meðaltalið er nú; almennt 46%, lífrænt 31% og endurvinnsluefni 23%.