Mikið um að vera í Grýtubakkahreppi

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Grýtubakkahreppi Viðgerð á sundlaug er lokið, nýtt þjónustuhús hefur verið reist á tjaldstæðinu og þá stendur til að lagfæra neðsta hluta þess aðeins, en þökur sem þar voru settar á liðnu haust komu illa undan vetri. Þá er Bæjarverk að hefja malbikun og verið er að setja upp upplýsingamiðstöð í Jónsabúð.  

Búið er að opna tvö gallerí á Grenivík, Gallerý Miðgarða annars vegar og Gallery Glóa en að auki er Útgerðarminjasafnið opið daglega eftir hádegið fram til 15. ágúst. Þetta kemur fram á vef Grýtubakkahrepps.

Nýjast