Flestir keppendur eru á aldrinum 11-18 ára og þarf að ná tilteknum lágmörkum til að öðlast þátttökurétt á mótinu. Mótið er stigakeppni félaga auk þess sem úrslitahluti er einstaklingskeppni og skal sigurvegari í hverri grein hljóta sæmdartitilinn "Aldursflokkameistari Íslands" í þeirri grein. Keppt hefur verið tvisvar á dag frá því á fimmtudag en síðar í dag, eða kl. 16.30, hefst síðasti hluti mótsins, þar sem keppt verður í úrslitum fram til kl. 19.09. Lokahóf mótsins fram svo fram í Íþróttahöllinni kl. 20.00 og í kjölfarið verður diskótek í Brekkuskóla.