Mikið annríki um helgina hjá slökkviliðinu á Akureyri

Mikið annríki var hjá Slökkviliði Akureyrar um sl. helgi. Bæði voru það verkefni vegna mikils fjölda gesta í bænum í tengslum við Bíladagana ásamt öðrum verkefnnum. Þó voru hvorki útköll vegna bruna eða alvarlegra slysa. Frá fimmtudegi til sunnudags voru skráðir níu neyðarflutningar vegna bráðaveikinda eða slysa og tuttugu almennir flutningar.   

Einnig voru sex sjúkraflug á þessum dögum. Þá var einn sjúkrabíll hjá Slökkviliðinu upptekinn nánast stanslaust aðfaranætur laugardags og sunnudags vegna ýmissa mála í og við miðbæinn. Pústrar og slagsmál voru meginástæður þess að sjúkrabíls var óskað. Dagskráratriði Bíladaga gengu þó vel fyrir sig og án útkalla, segir á vef slökkviliðsins.

Nýjast