Miðjan flytur í Snæland

Skreytingar voru til fyrirmyndar við Miðjuna að Garðarsbraut 50 um Mærudaga, að ári mun Miðjufólk sk…
Skreytingar voru til fyrirmyndar við Miðjuna að Garðarsbraut 50 um Mærudaga, að ári mun Miðjufólk skreyta í kringum Snæland. Myndin er fengin af Facebooksíðu Miðjunnar

Í nóvember síðastliðnum var undirritaður samningur milli Félagsþjónustu Norðurþings og Félags eldri borgara á Húsvík og nágrennis (Feb). Samningurinn fólst í því að Norðurþing styrki starfsemi Feb með þeim hætti að útvega félaginu húsnæði og greiði af því leigu. Feb hefur nú fest kaup á eigin húsnæði að Garðarsbraut 44 eins og dagskráin.is hefur fjallað um. Félagið hefur nú sagt upp samningi sínum við Félagsþjónustuna með 6 mánaða fyrirvara en það var gert þann 22. júní s.l.

Á fundi félagsmálanefndar Norðurþings sem fram fór í gær fimmtudag var ákveðið að nýta húsnæðið áfram, nú undir starfsemi Miðjunnar sem hefur verið með hæfingu, dagþjónustu og geðræktarstarfsemi að Garðarsbraut 50.

Í stað þess að sveitarfélagið segi upp húsaleigu í Snælandi er ákveðið að starfsemi Miðjunnar verði flutt þangað nk. áramót. Nú þegar hefur húsaleigu að Garðarsbraut 50 verið sagt upp þar sem Miðjan er nú til húsa,” segir í fundargerð.

-epe.

 

Nýjast