Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar er haldið annað hvert ár og sagði Ólöf að venjulega hafi um 250 manns mætt til leiks. Þingið verður sett í Íþróttahöllinni kl. 14.00 á morgun og stendur til kl. 18.00. Annað kvöld verður sveitaball með þemanu ,,Gamalt íslenskt" í Hlíðarbæ frá kl. 20:00-23:00. Ólöf segir að um 170 manns hafi jafnan tekið þátt í þessum dagskrárlið en alls hafa um 500 manns skráð sig á sveitaballið í Hlíðarbæ og yfir 600 manns á árshátíðina á laugardagskvöld. Samhliða landsþinginu verða haldir Björgunarleikar LS á laugardagsmorgun og fram eftir degi og segir Ólöf að óvenju góð þátttaka sé í leikunum að þessi sinni, eða 18-20 lið. Markmið björgunarleikana eru; skemmtun, reynsla og lærdómur.