Metfjöldi á Fiskideginum mikla

Myndin er frá Fiskideginum mikla árið 2010
Myndin er frá Fiskideginum mikla árið 2010

Fiskidagurinn mikli fór fram á Dalvík um helgina og sótti hátíðina mikill fjöldi gesta. Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar hafa aldrei fleiri bílar ekið um Hámundarstaðaháls og Ólafsfjarðarmúla til Dalvíkur áður í sambandi við hátíðina. Talning Vegagerðinnar leiðir í ljós að samtals fóru 25.347 ökutæki um þessa tvo staði, í báðar áttir, frá föstudegi til sunnudags og er það met sem staðið hefur frá árinu 2009 þegar 23.778 ökutæki voru talin.

Miðað við bílafjölda gerir Vegagerðin ráð fyrir að um 33 þúsund gestir hafi sótt Dalvík heim vegna Fiskidagsins mikla í ár.

-epe

Nýjast