Metanstrætó til reynslu í eitt ár
Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa ákveðið fara í tilraunaverkefni á metanstrætisvagni sem gengur út á að bærinn leigi metanstrætó í allt að eitt ár og síðan kaup á þremur strætisvögnum ef fyrsti vaginn reynist vel. Fyrsti bíllinn er áætlaður vorið 2017. Bærinn efndi til útboðs í metanstrætisvagni í samvinnu við Vistorku í lok september og bárust alls fjögur tilboð. Verði allir bílarnir keyptir er verðið um 40 milljónir hver strætó, eða alls 120 milljónir. Notkun metanbíls er einn liður af mörgum í að gera samgöngur vistvænni í samfélaginu.
Eins og Vikudagur fjallaði um í fyrra ætlar Akureyrarbær að endurnýja strætisvagnaflotann á næstu árum. Formaður framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar sagði í samtali við blaðið nýverið að reynist metanbíllinn vel verður væntanlega skoða fleiri metan eða rafmagnsstrætóar.