Messuvínið var bæði vont - og helvíti naumt skammtað!

Jósteinn við eðalfleyið Hafdísi sína. Mynd: JS
Jósteinn við eðalfleyið Hafdísi sína. Mynd: JS

Jósteinn Finnbogason trillukall á Húsavík fór bæði á mis við messuvín og oblátur þegar hann fermdist. En kynntist hvorutveggja mörgum áratugum síðar, eins og hann lýsir sjálfur:

„Séra Jón Arason fermdi okkur fjóra félagana, Þórarinn Vigfússon, Nóa Bald, Þorvald Þórðarson og mig, viku fyrir hvítasunnu og þá voru hvorki ofláturnar né messuvínið komið til klerks af einhverjum ástæðum.

Ég fór svo löngu síðar til altaris þegar dóttursonur minn fermdist og þá smakkaði ég þessi dýrindi. Og komst að því að ég hafði ekki misst af miklu 14 ára gamall, því þetta var bæði vont - og að auki helvíti naumt skammtað.“ JS

 


Nýjast