„Merkilegt að heimsfaraldur hafi þurft til“

Dagný Theodórsdóttir
Dagný Theodórsdóttir

Síðastliðið sumar voru óvenju margir námsmenn við sumarstörf á Þekkingarneti Þingeyinga (ÞÞ). Brugðist var við óvenjulegum aðstæðum háskólanema vegna heimsfaraldursins sem enn geysar. Algengt er að háskólanemar vinni störf í ferðaþjónustu á sumrin en vegna ástandsins í samfélaginu héldu ferðaþjónustufyrirtæki að sér höndum við ráðningar í vor. ÞÞ svaraði kalli nemanna og fjölgaði stöðugildum yfir sumarið en 19 háskólanemar störfuðu hjá stofnuninni við tímabundin verkefni í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu og Vinnumálastofnun. Flestir voru námsmenn sumarsins starfsmenn Þekkingarnetsins en nokkrir voru starfsmenn samstarfsaðila Þekkingarnetsins eins og sveitarfélaga á svæðinu. Dagný Theodórsdóttir er tveggja barna móðir á Húsavík sem lauk BA-námi í sálfræði við Háskólann á Akureyri í vor. Hún vann eitt þessara verkefna í sumar en er nú komin í masters nám í rannsóknartengdri sálfræði sem hún stundar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Vikublaðið ræddi við Dagnýju í vikunni.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast