Merkilega mikið grillað!
„Hún hefur nú farið merkilega vel af stað miðað við verðurfarið undanfarið,“ segir Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði, um sölu á grillkjöti það sem af er sumars. Sumarið hefur verið heldur kalt og nöturlegt hingað til, þá sérstaklega á norður-og austurlandi, og lítið hefur viðrað fyrir grillara.
Þrátt fyrir að salan sé ágæt segir Auðjón að veðrið hafi þó áhrif á söluna.
„Við tökum eftir því að þar sem versta veðrið hefur verið eru verulega slappar helgar. Það er ekki alveg sami slagkraftur og oft
áður í sölunni. Engu að síður virðist landinn grilla merkilega mikið þegar sést sólarglæta. Það kemur alltaf mikill
kippur í söluna þá og ég held því að þetta verði fínt grillsumar,“ segir Auðjón.