„Mér líður alltaf best á þeim stað sem ég er á hverju sinni”

Agnes um borð í rafknúnu skonnortunni Opal í einni Grænlandssiglingunni
Agnes um borð í rafknúnu skonnortunni Opal í einni Grænlandssiglingunni

Agnes Árnadóttir er 29 ára Húsvíkingur sem brennur fyrir það sem hún tekur sér fyrir hendur, en það er bæði margt og fjölbreytt, þó má yfirleitt tengja það náttúrunni og umhverfisvernd á einn eða annan hátt. Agnesi líður aldrei betur en á sjónum og hefur dreymt um það frá blautu barnsbeini að sigla kringum hnöttinn.

 „Mér líður alltaf best á þeim stað sem ég er á hverju sinni. Ég er almennt mjög sátt við þær ákvarðanir sem ég hef tekið í lífinu og er þakklát fyrir öll tækifærin og vináttuna sem ég hef verið aðnjótandi í Noregi. Ég hef búið erlendis undanfarin ár,- 7 ár í Noregi, þar áður í Vín og Ekvador og það er alltaf eitthvað sérstakt við það að koma heim til Húsavíkur. Hver veit nema taugarnar dragi mig tilbaka einhvern daginn. Nú er hver vinkonan á fætur annarri að flytja heim, sem skemmir ekki fyrir,“ segir Agnes en ítarlegt opnuviðtal við hana má nálgast í prentútgáfu Skarps. /epe.

Áskriftarsímar: 4600 740 og 843 6583

Netfang: skarpur@skarpur.is og egill@still.is

Skarpur, 16. júní 

 

Nýjast