Menntskælingar á Akureyri standa fyrir málfundi með forsetaframbjóðendum

Málfundur með forsetaframbjóðendum verður í Kvosinni í dag
Málfundur með forsetaframbjóðendum verður í Kvosinni í dag

Í dag miðvikudaginn 25. maí kl. 17:00 standa nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri fyrir málfundi með forsetaframbjóðendum í Kvos Menntaskólans. Fundurinn er hugsaður  fyrir ungt fólki og er nemendum úr Menntaskólanum, Verkmenntaskólanum og einnig Háskólanum á Akureyri boðið að fylgjast með. Gestum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga úr sal. Þá verða frambjóðendur spurðir opinna spurninga og fá takmarkaðan tíma til þess að koma með skjót og hnitmiðuð svör. 

Nemendafélag MA sér um útsendingu á viðburðinum sem verður streymt á netinu. Dagskrain.is mun að sjálfsögðu fylgjast með. /epe.

Slóð á streymi Nemendafélagsins: 

Nýjast