Menningarveisla í Hofi í október

Októberdagskráin í Hofi er hin glæsilegasta. Strax í upphafi október mun hljómsveitin Dúndurfréttir hrista af sér covidslenið og flytja vel valin Pink Floyd verk. 

Helgina eftir treður Ari Eldjárn upp ásamt Jóni Ólafs en þeir ætla að fara í gegnum stórbrotinn feril þess fyrrnefnda í tali og tónum. Spjalltónleikaröðin Af fingrum fram hefur slegið í gegn undanfarin tólf ár og hér er kvöldstund sem er engri lík.

Laugardagskvöldið 9. október mun Friðrik Ómar fagna fertugs afmæli sínu á sviði Hamraborgar. Friðrik Ómar mun eflaust fylla salinn og ljóst að hafa verður hröð handtök ætli fólk að tryggja sér miða.

Annað afmælisbarn, stórstjarnan Pálmi Gunnarsson, blæs til tónleika 23. október. Tónlistarmaðurinn fagnar 70 ára afmæli sínu en fáir íslenskir listamenn eiga jafn langan og farsælan feril að baki og Pálmi sem mun halda upp á stórafmælið með söngperlum sem hvert mannsbarn þekkir.


Athugasemdir

Nýjast