Menningarminjadagur Evrópu hér á landi haldinn á fimmtudag

Menningarminjadagur Evrópu hér á landi verður haldinn fimmtudaginn 8. september nk. Þema dagsins að þessu sinni er menningarlandslag. Í tilefni dagsins mun Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra halda erindið Minningar og minjar í menningarlandslagi í Gamla Húsmæðraskólanum að Þórunnarstræti 99 á Akureyri kl. 18:00.  

Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is

Nýjast