Menningarferð í Eyjafjarðarsveit

Bragi Guðmundsson var leiðsögumaður og hér er að hann að uppfræða þátttakendur í Grundarskógi í Eyja…
Bragi Guðmundsson var leiðsögumaður og hér er að hann að uppfræða þátttakendur í Grundarskógi í Eyjafjarðarsveit.

Rúmlega 30 manns tóku þátt í vel heppnaðri menningarferð um Eyjafjarðarsveit, sem Háskólinn á Akureyri og Sögufélag Eyjafjarðar stóðu fyrir á dögunum. Tilefnið er 40 ára afmæli Sögufélagsins í ár og 25 ára afmæli HA á næsta ári. Leiðsögumaður í ferðinni var Bragi Guðmundsson prófessor við HA. Menning, umhverfi og saga Eyfirðinga í fortíð og nútíð var viðfang ferðarinnar og komu bæði lífs og liðnir, lærðir sem leikir við sögu.

Komið var við í Smámunasafninu, þar sem þátttakendur gátu fengið sér kaffi og meðlæti og skoðað safnið.

 

Nýjast