Meistararnir steinlágu á heimavelli

Það var lítill meistarabragur á liði KA sem hóf titilvörn sína í Mikasa-deild karla sl. helgi er liðið tók á móti Þrótti Reykjavík. Gestirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistarana 3-0 í KA-heimilinu.

Þróttur vann fyrstu tvær hrinurnar naumlega, 25-23 og 28-26, en hreinlega keyrðu yfir heimamenn í þeirri þriðju sem endaði 27-7. Piotr Kempisty var langstigahæstur í liði KA með 27 stig, Filip Sczewzyk skoraði 6 stig og Sævar Karl Randversson 4 stig. Hjá Þrótti var Willem Mazzotti stigahæstur með 14 stig, Ólafur Arason skoraði 11 stig og Jóhannes Stefánsson 8 stig.

Það stefnir í erfiða titilvörn hjá KA í vetur sem hefur misst marga lykilmenn frá því í fyrra.

Nýjast