Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri

Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar meirihlutaviðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn bæjarins.

Þetta var niðurstaða óformlegs fundar fulltrúa flokkanna í gær eins og greint var frá á RÚV. Þar var rætt við Höllu Björk Reynisdóttur, sem skipaði þriðja sætið á lista Bæjarlistans.

Bæjarlistinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur náðu svo tveimur fulltrúum inn og geta þannig mynda meirihluta með sjö fulltrúum af 11.

Reiknað er með flokkarnir þrír munu funda stíft næstu daga með það að markmiði að kanna málefnagrundvöll til að mynda meirihluta.

Samfylking, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Vinstri græn náðu fengu einn fulltrúa hvert framboð.

Frá árinu 2020 hafa allir flokkar, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, L-listinn, Miðflokkurinn og VG myndað samstjórn í bæjarstjórn.

 


Athugasemdir

Nýjast