Meðferðarheimilið á Laugalandi heldur tónleika; Í minningu Sissu
Við andlát Sissu var stofnaður minningarsjóður sem hefur það hlutverk að stuðla að skapandi störfum ungmenna sem lent hafa út af sporinu og eru á meðferðarheimilum landsins. Úthlutað er úr sjóðnum 22. desember á afmælisdegi Sigrúnar Mjallar. Tónleikarnir fara fram í Hofi, menningarhúsinu á Akureyri föstudaginn 30. september kl.20:00. Fram koma vinsælustu tónlistarmenn landsins í dag og verður efnisskráin fjölbreytt enda tónleikarnir hugsaðir sem fjölskyldutónleikar. Fram koma: Óskar Pétursson, Eyþór Ingi Jónsson, Friðrik Dór, Rúnar Eff, Kristmundur Axel, Bjartur Elí, Júlí Heiðar, Kór Glerárkirkju, Karlakór Akureyrar- Geysir, Hvanndalsbræður, Bent, Steindi jr. og Páll Óskar. Kynnir: Þórunn Antonía.
Miðasala hófst í dag, föstudaginn 2. september kl.13:00. Hægt er að kaupa miða á http://www.minningsissu.is/ og einnig á www.midi.is