Á aðalfundi nýstofnaðra Samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi, sem haldinn var á veitingahúsinu Sölku á Húsavík í vikunni, var m.a. fjallað um samgöngur og atvinnulíf. Jón Þorvaldur Heiðarsson frá Háskólanum á Akureyri og Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri AÞ höfðu framsögu um málið. Var m.a. farið yfir mögulegar vegstyttingar á svæðinu og útfrá því og kom fram að með því að stytta vegalengdir á milli staða um helming geti umferðarmagn allt að því fjórfaldast. Í umfjöllun um framlagða samgönguáætlun 2011-2022 kom einnig fram að talsverður munur er á almennri markmiðssetningu og áhersluatriðum áætlunarinnar og tillögum um framkvæmdir á svæðinu. Í lok fundar var samþykkt svohljóðandi ályktun um samgöngumál sem stjórn samtakanna var falið að fylgja eftir gagnvart stjórnvöldum:
Greiðar samgöngur eru forsendur vaxtar og viðgangs hvers samfélaga. Þetta er alþekkt staðreynd. Nú er fram komin af hálfu stjórnvalda samgönguáætlun annars vegar til 4 ára og hinsvegar til 12 ára og má segja að báðar séu því marki brenndar að eiga að þjóna stjórnvöldum að því leiti að gera sem minnst en segja sem mest. Þrátt fyrir mikla áherslu á gerð Vaðlaheiðarganga eru engin verkefni í áætluninni sem tengjast atvinnulífinu á svæðinu nema þá Dettifossvegur.
Þau verkefni sem aðalfundurinn leggur áherslu á eru:
Fundurinn fagnar framkomnum áætlunum flugfélagsins Ernis um áætlunarflug frá Húsavíkurflugvelli frá og með 15. apríl nk. og heitir á samgönguyfirvöld að tryggja nauðsynlega þjónustu og uppbygginu á vellinum til að þjóna flugleiðinni.
Allt eru þetta mikilvægir þættir í því að styðja við þá orkunýtingu og umfangsmiklu atvinnuuppbyggingu sem stjórnvöld stefna að á svæðinu í samstarfi við heimamenn.