Með mold undir nöglunum: Ástríðan fyrir pottablómum

Drekalilja
Drekalilja

Með mold undir nöglunum er nýr liður í Vikublaðinu sem við ætlum að leyfa að þróast á komandi vikum. Hér verður fjallað um pottablóm til að byrja með en þegar nær dregur sumri er aldrei að vita nema við færum okkur út í garð og fjöllum um allt mögulegt sem vex upp úr jörðinni. Sjálfur er ég alls enginn sérfræðingur en fékk brennandi áhuga á ræktun fyrir tveimur árum síðan. Fyrir þann tíma hafði ég s.s. dýpt fingrum aðeins í mold og ræktað einfaldar matjurtir á svölunum. Síðasta sumar var heimili mitt undirlagt af tómata- og chillyplöntum en í dag er ástríða mín fyrst og fremst á stofu og pottablómum. Hér mun ég fjalla um helstu sigra og mistök sem ég hef gert í ræktuninni. En mikilvægt er að muna að mistökin eru til þess að læra af þeim. Ég ríð á vaðið með þessari fallegu drekalilju (Dracaena marginata) á meðfylgjandi mynd sem ég fékk gefins frá vinkonu minni fyrir hálfu öðru ári síðan. Plantan var orðin heldur há fyrir vinkonu mína og ég tók við henni fegins hendi, enda hátt til lofts á mínu heimili. Plantan var þá tæpir tveir metrar á hæð.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast