05. janúar, 2009 - 22:02
Fréttir
Nú um áramótin hækkaði matur í mötuneytum grunnskóla Akureyrar, sem og síðdegishressing í skólavistun.
Máltíð í annar áskrift í mötuneytunum hækkaði úr 284 krónum í 307 krónur og stök máltíð
hækkaði úr 384 krónum í 415 krónur. Síðdegishressing í skólavistun kostar 61 krónu á dag.