Mateja skoraði tvennu í sigri Þórs/KA

Mateja Zver var á skotskónum í dag fyrir lið Þórs/KA sem kom sér upp í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu með 2:1 sigri gegn KR á KR-velli í dag, í fyrsta leiknum í 9. umferð deildarinnar. Mateja kom Þór/KA yfir seint í fyrri hálfleik en Berglind Bjarnardóttir jafnaði fyrir KR snemma í þeim síðari. Mateja skoraði svo sigurmarkið á 62. mínútu og hafa norðanstúlkur 18 stig í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum meira en ÍBV sem er í fjórða sæti en á leik til góða. KR hefur sjö stig í áttunda sæti.

Nýjast