Leiknir R. og KA gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Leiknisvelli í dag í 1. deild karla í knattspyrnu. Norðanmenn máttu því sætta sig við eitt stig úr þessari viðureign en þeir hafa engu að síður byrjað sumarið með ágætum. Eftir þrjá leiki hafa KA- menn fimm stig og sitja í 3. sæti deildarinnar.
Nánar verður sagt frá leiknum í Vikudegi næstkomandi fimmtudag.