Norðlenska skíðakonan María Guðmundsdóttir bar sigur úr býtum á FIS-móti í svigi sem fram fór í Oppdal í Noregi í morgun. María hafnaði í þriðja sæti í gær eftir að hafa verið með bestan tíma eftir fyrri ferðina. Hún bætti svo um betur í morgun og sigraði. María hefur byrjað tímabilið vel og verið á topp tíu af fyrstu mótum vetrarins.