Skíðakonan María Guðmundsdóttir frá Akureyri sigraði með yfirburðum á FIS-móti í svigi sem haldið var í Voss í Noregi í dag. María var með besta tímann í bæði fyrri og seinni ferð og var þremur sekúndum á undan næsta keppanda á samanlögðum tíma. Alls hófu 43 konur keppni en 24 tókst að ljúka.
Erla Ásgeirsdóttir hafnaði í sjöunda sæti, Freydís Halla Einarsdóttir varð í níunda sæti, Erla Guðný Helgadóttir í tólfta sæti, Thelma Rut Jóhannsdóttir í sextánda sæti og Tinna Rut Hauksdóttir endaði í 22. sæti.
Í karlaflokki náði Brynjar Jökull Guðmundsson bestum árangri af íslensku keppendunum og hafnaði í sjöunda sæti.