María og Katrín kepptu í Evrópubikar

María Guðmundsdóttir á ferðinni í svigi.
María Guðmundsdóttir á ferðinni í svigi.

Skíðakonurnar María Guðmundsdóttir og Katrín Kristjánsdóttir kepptu í svigi í gær í Evrópubikar sem fram fór í Melchsee Frutt  í Sviss. Eftir fyrri ferð var María í 64. sæti og komst þar með ekki í seinni ferð en Katrín lauk ekki keppni í fyrri ferð. Alls hófu 99 manns keppni 44 náðu að klára. Keppt verður aftur seinni partinn í dag og verða þær María og Kristín í eldlínunni.

Nýjast