María líklega frá keppni í eitt ár

María Guðmundsdóttir verður lengi frá keppni. Mynd: Guðmundur Jakobsson.
María Guðmundsdóttir verður lengi frá keppni. Mynd: Guðmundur Jakobsson.

María Guðmundsdóttir, 18 ára skíðakona frá Akureyri, slasaðist illa á hné á Skíðamóti Íslands sem fram fór í Hlíðarfjalli á Akureyri sl. helgi. Hún þarf að gangast undir aðgerð og þykir líklegt að hún verði frá keppni í eitt ár. María var að skíða fyrri ferð í stórsvigi á sunnudeginum en fipaðist til með fyrrgreindum afleiðingum, en mikil ísing var í brautinni. Keppni á sunnudeginum var í kjölfarið frestað um einn dag. María hafði fyrir slysið unnið tvöfalt í svigi á mótinu og auk þess átt frábæran vetur það sem af er á aljóðlegum mótum erlendis.

Nýjast