María lækkar á heimslistanum.

María Guðmundsdóttir hefur sannað sig sem ein besta skíðakona landsins á undanförnum mánuðum.
María Guðmundsdóttir hefur sannað sig sem ein besta skíðakona landsins á undanförnum mánuðum.

Nokkrar íslenskar stúlkur voru í eldlínunni á sterku svigmóti sem fram fór í Oppdal í Noregi á dögunum og náðu góðum árangri. Alls voru 76 keppendur á mótinu og þar á meðal skíðakonur úr norska landsliðinu. Af íslensku stúlkunum stóð Helga María Vilhjálmsdóttir sig best á fyrri deginum þar sem hún endaði í sjötta sæti en tími hennar samanlagt úr tveimur ferðum var 1:49:58 mín. Einnig luku þær Erla Ásgeirsdóttir, Tinna Rut Hauksdóttir og Auður Brynja Sölvadóttir keppni en María Guðmundsdóttir náði ekki að klára fyrri ferðina.

María náði hins vegar bestum árangri Íslendinga á seinni deginum. Hún fór báðar ferðinar á alls 1:38:20 mín. og hafnaði í sjötta sæti. María var í þriðja sæti eftir fyrri ferðina en náði ekki að fylgja því eftir í seinni ferðinni. Helga María og Auður Brynja luku keppni á seinni deginum en Tinna Rut og Erla féllu úr leik. Þessi góði árangur Maríu gerir það að hún mun lækka á heimslistanum og þannig fá betra rásnúmer í komandi kepnum bæði í svigi og stórsvigi.  

Nýjast