María Guðmundsdóttir frá SKA gerði fína hluti í Geilo í Noregi á fyrstu FIS-mótum vetrarins á skíðum sem fram fóru á dögunum. María hafnaði í fjórða sæti á fjórða mótinu í röðinni um liðna helgi þar sem keppt var í stórsvigi, en hún var einnig með annan besta brautartímann í seinni ferð. Þá hefur María verið á topp tíu á síðustu fimm mótunum og byrjar því veturinn af krafti. Í karlaflokki er Sigurgeir Halldórsson frá SKA að standa sig best en hann hafnaði í 41. sæti í stórsviginu um síðustu helgi.