21. október, 2008 - 10:24
Fréttir
Söngkonan Margot Kiis og Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari halda tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 23. október nk. kl. 20.30. Á
efnisskránni eru ýmis erlend og íslensk djasslög, sem Margot og Gunnar hafa útsett.
Þau Margot og Gunnar hafa haldið tónleika á Djasshátíð í Reykjavík árin 2002 og 2004 ásamt stórri hljómsveit og
í ágúst sl. léku þau sem dúó á Siglufirði. Árið 2007 gaf Margot út djassplötuna; My Romance, þar sem Gunnar
lék með ásamt fleirum.