Mannslífum stefnt í voða

Þorkell Ásgeir Jóhannsson er flugstjóri hjá Mýflugi sem sér um sjúkraflutningar í lofti en þar hefur hann starfað í 10 ár. Hann segir lokun „neyðarbrautinnar“ á Reykjavíkurflugvelli stofna bæði lífi sjúklinga og flugáhafna í hættu og vill að sveitarstjórnir um allt land með Akureyrarbæ í farararbroddi beitir sér harðar í málinu.
Þorkell missti góða vini og samstarfsfélaga þegar flugvél Mýflugs hrapaði á Akureyri árið 2013 með þeim afleiðingum að tveir menn létust. Vikudagur spjallaði við Þorkel um þá grafalvarlegu stöðu sem er komin upp í sjúkraflugi og hvernig flugslysið á Akureyri hafði áhrif á hans líf en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.
-Vikudagur, 25. ágúst