Mannabein fundust við uppgröft á Tjörnesi

Myndin er fengin af vef Þjóðminjasafnsins og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er fengin af vef Þjóðminjasafnsins og tengist fréttinni ekki beint.

Nýverið var fundust mannabein við Ketilsstaði á Tjörnesi m.a. hauskúpa sem talin er vera af ungri stúlku. Víða á Tjörnesi hafa staðið yfir framkvæmdir þar sem verið er að grafa að húsum til að koma fyrir varmadælum. Beinafundur af þessu tagi er ekki einsdæmi á Tjörnesi en þekkt er að við uppgröft hafi verið komið niður á gamla grafreiti.

Það sem er sérstakt með beinafundinn við Ketilsstaði að ekki er staðfestur gamall grafreitur á nákvæmlega þessum stað en lögregla á Húsavík staðfesti í samtali við Vikublaðið að vitað sé um gamlan fjölskyldugrafreit mjög nálægt þeim stað er beinin fundust. Telur lögregla að beinin tilheyri honum. Þá sagði lögregla að fyrrum ábúandi hafi grafið niður á bein fyrir 15-20 árum síðan. Beinin eru talin vera mjög gömul en hafa verið send til Reykjavíkur til frekari aldursgreiningar.

Samkvæmt lögreglu er ekki verið að rannsaka málið út frá því að þarna hafi eitthvað misjafn verið á ferð.


Athugasemdir

Nýjast