Málmiðnaðarmenn halda aðalfund á morgun

Hákon Hákonarson formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri.
Hákon Hákonarson formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri.

Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna Akureyri verður haldinn á morgun, laugardaginn 25.febrúar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Í félaginu, sem stofnað var árið 1941, eru um 350 manns.Hákon Hákonarsonformaður segir að staða félagsins sé traust. “Ný skoðanakönnun sýnir svart á hvítu að félagar eru almennt mjög sáttir við starfsemi og þjónustu félagsins. Fjárhagsleg staða okkar er sterk, það sýnir meðal annars úttekt á sjúkrasjóði félagins. Atvinnuástandið í málmiðnaði hefur sem betur fer verið gott á svæðinu og jafnvel vantað fólk til starfa í greininni.” Aðalfundurinn á morgun verður haldinn í Alþýðhúsinu á Akureyri og hefst hann klukkan 10:00.

 

Nýjast