Makoski í liði umferða 1-9 í Pepsi-deildinni
Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri helming Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu en athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Ashley Bares úr Stjörnunni var valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna og þjálfari ÍBV, Jón Ólafur Daníelsson var valinn þjálfari umferðanna.
Þá völdu sérfræðingarnir lið umferðanna en þar velja þeir einn markvörð og þá tíu útileikmenn sem best hafa staðið sig. Í liðinu er einn leikmaður frá Þór/KA en það er Manya Makoski frá Bandaríkjunum. Makoski hefur leikið afar vel fyrir norðanliðið í síðustu leikjum og önnur markahæst í deildinni með sjö mörk úr níu leikjum.
Þá fengu stuðningsmenn Vals voru fengu stuðningsmannaverðlaunin og Guðrún Fema Ólafsdóttir var dómari fyrstu níu umferða Pepsi-deildar kvenna.Lið umferða 1 - 9 í Pepsi-deild kvenna
Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir – ÍBV Embla Grétarsdóttir – Valur Mist Edvardsdóttir – Valur Thelma Björk Einarsdóttir - Valur Tengiliðir: Dagný Brynjarsdóttir – Valur Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Stjarnan Hallbera Guðný Gísladóttir – Valur Manya Makoski – Þór/KA Framherjar: Anna Björg Björnsdóttir – Fylkir Ashley Bares – Stjarnan |