Magni frá Grenivík er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 2. deild karla í knattspyrnu þegar fjórar umferðir eru eftir í deildinni, eftir tap gegn Njarðvík á heimavelli sl. laugardag. Lokatölur á Grenivíkurvelli urðu 3-1 sigur Njarðvíks, þar sem þrjú af fjórum mörkum leiksins komu úr vítaspyrnu. Rafn Markús Vilbergsson skoraði þrennu fyrir gestina í leiknum og þar af tvö mörk úr víti. Ibra Jagne skoraði mark Magna í leiknum úr vítaspyrnu undir lok leiksins.
Eftir 18. umferðir hefur Magni 19 stig í 10. sæti deildarinnar og ljóst að hörð barátta er framundan hjá liðinu um að halda sæti sínu í deildinni.