Magni spilar um þriðja sætið
KV hefur tryggt sér sæti í 2. deild karla eftir sigur gegn Magna í undanúrslitum 3. deildarinnar. KV vann fyrri leikinn á heimavelli 7:1 um liðna helgi en liðin gerðu svo 3:3 jafntefli fyrir norðan í seinni leiknum í gær. KV vann því einvígið 10:4.
Í leiknum í gær skoruðu þeir Ibra Jagne, Agnar Darri Sverrisson og Kristófer Jónasson fyrir Magna en þeir Brynjar Orri Bjarnason og Skúli Jónsson mörk KV, en eitt marka gestanna var sjálfsmark.
KV mætir KFR í úrslitaleik 3. deildarinnar en bæði liðin er þegar komin upp. Magni mætir hins vegar KB í leiknum um þriðja sætið á laugardaginn.