Magni með fullt hús stiga
Magni frá Grenivík fer vel af stað í D-riðli 3. deildar karla í knattspyrnu. Að þremur umferðum loknum er Magni með fullt hús stiga, eða níu stig, ásamt Sindra sem vermir toppsætið með hagstæðari markatölu. Liðin mætast einmitt í toppslag um helgina á Sindravelli.
Magni vann lið Einherja í síðustu umferð sl. fimmtudag, 4:0, þar sem Agnar Darri Sverrisson skoraði tvívegis fyrir Magna en þeir Davíð Jón Stefánsson og Hreggviður Heiðberg Gunnarsson sitt markið hvor.
Það gengur hins vegar allt á afturfótunum hjá nágrannaliði Magna, Draupni á Akureyri. Draupnir er í neðsta sæti riðilsins án stiga, með markatöluna 2-21. Draupnir lék tvo útileiki um sl. helgi sem töpuðustu báðir, 0:5 gegn Leikni F. og 0:2 gegn Huginn.