Magni lagði toppliðið á heimavelli

Magni gerði sér lítið fyrir og sigraði topplið Reynir S., 3-0, þegar liðin mættust á Grenivíkurvelli í gærkvöld í 2. deild karla í knattspyrnu. Hreggviður H. Gunnarsson skoraði tvívegis fyrir Magna í leiknum og Baldvin Ólafsson gerði eitt mark.

Eftir leikinn er Magni kominn með 16 stig í deildinni og situr í níunda sæti deildarinnar.  

Nýjast