Magni tapaði gegn KS/Leiftri er liðin mættust á Ólafsfjarðarvelli í gærkvöld í 2. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur leiksins urðu 2-1 sigur heimamanna í KS/Leiftri.
Þeir Guðjón Gunnarsson og Ragnar H. Hauksson skoruðu mörk heimamanna í leiknum en mark Magna gerði Ibra Jagne, sem er nýkominn til liðsins frá Þór.
Eftir 15 umferðir er Magni í 9. sæti deildarinnar með 16 stig.