Magni í úrslitakeppnina

Magni frá Grenivík tryggði sér sæti í úrslitakeppninni eftir 3:2 útisigur á Sindra í D-riðli 3. deildar karla sl. laugardag. Sindri var þegar búið að tryggja sé sæti í úrslitum og því ljóst að þessi tvö lið fara upp úr riðlinum.

Ibra Jagne skoraði tvívegis fyrir Magna í leiknum og Ingvar Gylfason eitt mark, þar af sigurmarkið í uppbótartíma. Mörk Sindra skoruðu þeir Alex Freyr Hilmarsson og Atli Arnarson.

Þegar ein umferð er eftir er Sindri með 25 stig á toppnum en Magni hefur 20 stig í öðru sæti.

Nýjast