Magni í undanúrslit 3. deildar

Magni er kominn áfram í undaúrslit í 3. deild karla í knattspyrnu eftir 1:1 jafntefli gegn Grundarfirði í kvöld á útivelli. Magni vann fyrri leikinn 1:0 og því 2:1 samanlagt.

Gunnar Sigurður Jósteinsson kom Magna yfir í leiknum en Hermann Geir Þórsson jafnaði metin fyrir Grundfirðinga. Hermann lét svo reka sig af velli og kláruðu heimamenn því leikinn einum manni færri.

Magni mætir annað hvort KV eða Augnabliki í undanúrslitum en þau lið mætast í seinni viðureigninni á morgun. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast KFR og KB.

Nýjast