Lið Magna frá Grenivík er komið í afar vond mál eftir tap á heimavelli gegn Tindastól í gær í 2. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur á Grenivíkurvelli urðu 2-1 sigur Tindastóls. Mark Magna í leiknum skoraði Númi Stefánsson en fyrir gestina skoruðu þeir Bjarki Már Árnason og Kristmar Geir Björnsson.
Þetta þýðir að fyrir lokaumferðina eru þrjú lið sem geta fallið úr deildinni, Magni, Tindastóll og Hamar. Magni situr í botnsætinu með 19 stig, stigi á eftir Tindastóli og Hamar sem koma næst með 20 stig. Magni þarf því að vinna topplið Gróttu á útivelli í lokaumferðinni nk. laugardag og treysta á að Tindastóll eða Hamar tapi stigum til þess að halda sæti sínu í deildinni.