Magni í fallsæti eftir tap í kvöld

Lið Magna frá Grenivík er komið í fallsæti eftir tap gegn Hvöt á heimavelli en liðin mættust á Grenivíkurvelli í kvöld í 2. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur leiksins urðu 3-2 sigur Hvatar. Númi Stefánsson og Ibra Jagne skoruðu mörk Magna í leiknum.

Eftir tapið í kvöld er Magni kominn í næstneðsta sæti deildarinnar með 16 stig og ekkert nema bullandi fallbarátta bíður liðsins í næstu leikjum. 

Nýjast