Magnað sjálfboðaliðastarf hjá Matargjöfum

Anna María Sigvaldadóttir formaður í  Kvenfélaginu Baugi
Anna María Sigvaldadóttir formaður í Kvenfélaginu Baugi

Kvenfélagið Baugur í Grímsey hefur ávallt styrkt einhver góð málefni fyrir jólin. Fyrir þessi jól ætlar félagið að leggja sitt af mörkum til þeirra sem sjá um mataraðstoð til bágstaddra.

„Undanfarin ár höfum við styrk Mæðrastyrksnefnd á Akureyri og gerum það líka nú í ár, en bættum við styrk til þeirra Sigrúnar Steinarsdóttur og Sunnu Óskar Jakobsdóttir sem eru með „Matargjafir á Akureyri“. Þær eru að gera svo magnaða hluti í sjálfboðaliðastarfi,“ segir Anna María Sigvaldadóttir formaður í  Kvenfélaginu Baugi, en þar á bæ var ákveðið að styrkja mataraðstoðina um 100 þúsund krónur.

Anna María segir að kvenfélagskonur þekki ekki til Sigrúnar og Sunnu en hafi heyrt af störfum þeirra og viljað umfram allt leggja þeim lið.

„Við höfum styrkt margvísleg málefni, Hollvini Sjúkrahússins og ýmsar safnanir sem fram fara á landsvísu,“ segir hún. „Kvenfélagið Baugur er góðgerðarfélag og við höfum það að leiðarljósi að styrkja starf í okkar heimabyggð og nær umhverfi.“

Safna í vetur fyrir nýrri kirkju

Anna María segir að félagið safni fé úti í Grímsey m.a. með því að elda fyrir Kiwanismenn þegar þeir halda fundi, einnig hafa þær staðið fyrir annarri matsölu eins og að efna til jólahlaðborðs

sólstöðuhátíð er haldin  og þá selja þær varning af ýmsu tagi.

Alls eru 26 konur í félaginu og segir hún að 10 til 15 þeirra séu mjög virkar, það fari eftir því hver er stödd úti í eyju hverju sinni.

„Nú í vetur ætlum við að safna fyrir nýrri kirkju hér í Grímsey og fáum vonandi góða hjálp frá landsmönnum til þess verkefnis,“ segir Anna María.

/MÞÞ

 

 


Nýjast