Mætum brjálaðar til leiks
Þór/KA sækir ÍBV heim á Hásteinsvöll í dag kl. 16:00 mikilvægum leik í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Eyjastúlkur hafa 19 stig í þriðja sæti en Þór/KA 18 stig í fjórða sæti. Leikurinn í dag er sá fyrsti í tíundu umferð deildarinnar.
Með sigri í dag geta norðanstúlkur stimplað sig rækilega inn í toppbaráttuna en Þór/KA á harma að hefna eftir hafa steinlegið 0:5 gegn ÍBV á heimavelli í fyrstu umferðinni.
„Við komum alveg brjálaðar í þennan leik og ætlum að bæta fyrir tapið í fyrsta leiknum,“ segir Rakel Hönnudóttir fyrirliði Þórs/KA við Vikudag. ÍBV hefur verið að fatast flugið eftir frábæra byrjun en liðið kom sér aftur á skrið með að leggja Íslandsmeistara Vals á heimavelli, 1:0, í síðustu umferð og verða án efa erfiðar heim að sækja.
„Þær eru mjög sterkar og við þurfum að ná toppleik til að sigra,“ segir Rakel.
Það er skarð fyrir skildi í liði norðanmanna að Manya Makoski verður í leikbanni en Makoski hefur leikið afar vel fyrir Þórs/KA liðið í undanförnum leikjum og var valin í úrvalslið fyrstu níu umferðina fyrir helgi.