Áratugum saman hafa konur í Kvenfélagi Húsvíkur búið til rósir úr kreppappír af miklu listfengi og selt í tengslum við Mæðradaginn. Mæðradagsblóm Kvenfélagsins renna jafnan út eins og volgar vöfflur. Þau hafa verið notuð til skreytinga á stórsýningum í höfuðborginni og meira að segja dæmi um að konur hafi gengið upp að altarinu með brúðarvönd úr þessum mögnuðu rósum sem búnar eru til í öllum regnbogans litum.
Þær Dóra Fjóla og Guðrún Viðar seldu grimmt í anddyri Nettó á Húsavík í dag, sem sjá má á myndinni. JS