Mæðradagsblóm í 100 ár

Það var ys og þys í Bjarnahúsi þegar Kvenfélagskonur komu saman að handgera mæðradagsblómin. Mynd: e…
Það var ys og þys í Bjarnahúsi þegar Kvenfélagskonur komu saman að handgera mæðradagsblómin. Mynd: epe

Fríður hópur kvennfélagskvenna var saman kominn í Bjarnahúsi á dögunum. Þar voru þær á fullu blasti við að búa til mæðradagsblómin margrómuðu. Þær munu svo koma sér fyrir í andyrinu í Netto dagana fyrir mæðradaginn og selja blómin eins og þær hafa gert undanfarin ár. Mæðradagurinn er 14. maí næstkomandi.

Þetta er orðin rótgróin hefð hjá kvenfélagskonum á Húsavík. „Ég held að þetta sé komið yfir hundrað árin sem við erum að gera þetta hérna,“ segir kvenfélagskonan Sigurlína Jónsdóttir og bætir við að hún viti ekki til þess að kvenfélög annarsstaðar á landinu hafi staðið í því að handgera blóm fyrir mæðradaginn. 

- Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Skarps 30. mars 2017

Nýjast