Lýsir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli leikskólakennara

Stjórn Heimilis og skóla - Landssamtaka foreldra hefur miklar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli leikskólakennara. Slíkt verkfall mun hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir leikskólabörn og foreldra í landinu og lamandi áhrif fyrir samfélagið í heild. Heimili og skóli hvetja samningsaðila til að komast að samkomulagi sem fyrst.  

Mikilvægt er að í leikskólum landsins starfi metnaðarfullt fagfólk því þar fer fram mikilvægt starf þar sem grunnur er lagður að þroska og menntun barna, segir í ályktun stjórnar.

Nýjast